Skilmálar
Hérna getur þú lesið almenna viðskiptaskilmála okkar.
Ef þú fræðast sérstaklega um persónuverndarstefnu okkar, geturðu smellt hér. Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestirðu að þú hafir lesið þá og meðtekið efni þeirra.
Persónuvernd og vefkökur
Hjá okkur er öryggi í fyrirrúmi og leggjum við mikið upp úr því að tryggja okkar viðskiptavinum að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með þeim hætti. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu okkar hér, þar sem einnig er hægt að nálgast vefkökustefnu okkar.
Vöruafhenting
Netverslun ehf. tekur tvo sólahringa þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað samdægurs. Gjald fyrir afhendingu á afhendingarstaði er 590 kr. m/vsk á höfuðborgarsvæðinu en fellur niður ef pantað er fyrir 10.000kr eða meira og 790 kr. m/vsk fyrir utan höfuðborgarsvæðið og fellur niður ef pantað er fyrir meira en 12.000 kr. eða meira.
Vöruskil og endurgreiðsla
Við gerum þá kröfu að allir notendur Netverslunar séu fjárráða einstaklingar. Þú samþykkir að þegar þú verslar við okkur að greiðslukortið sé á þínu nafni.
Vörur keyptar í verslun:
Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila vörunni að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi og í óuppteknum umbúðum. Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu.
Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða sönnun þess að varan hafi verið keypt síðustu 14 daga. Ef varan er með skiptimiða gildir dagsetning sem er á miða og getur verið lengri en venjulegur 14 daga skilafrestur.
Vörur keyptar í netverslun:
Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi með verðmiðanum og í óuppteknum umbúðum.
Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til þess að geta fengið endurgreiðslu.
Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda.
Útsöluvörur:
Útsöluvörum fæst ekki skilað né skipt.
Tilkynningar:
Netverslun ehf. hefur leyfi til að senda þér tilkynningar með rafrænum hætti á það netfang og eða símanúmer sem notandi hefur gefið upp í tengslum við þjónustuna. Netverslun ehf. reynir að tryggja að allar tilkynningar berist notanda fljótt og örugglega en ábyrgist þó ekki að tilkynningar komist rétt og tímanlega til skila. Netverslun ehf. ber enga ábyrgð á og er ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tilkynninga sem Netverslun ehf. kann að senda þér, hvorki vegna innihalds né vegna þess að tilkynningar berast ekki á réttum tíma. Með því að samþykkja þessa skilmála veitir þú Netverslun ehf. leyfi að senda þér tölvupóst í markaðslegum tilgangi.
Öryggisbrestir
Ef að þú verður var eða vör við óeðlilega notkun sem þú telur þig ekki hafa framkvæmt er það á þinni ábyrgð að láta okkur vita eða loka án tafar fyrir aðganginn og/eða kortið sem skráð er í okkar kerfum. Netverslun ehf. áskilur sér þann rétt að loka fyrir aðganginn þinn eða aðra notendur ef grunur er um misnotkun eða ranga notkun af einhverju tagi kemur upp, að einhliða mati Netverslunar ehf.. Ef engin notkun hefur átt sér stað í 12 mánuði höfum við þann rétt að loka aðganginum þínum án fyrirvara.
Öryggi á vefnum
Við leggjum okkur fram við að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá SSL öryggisdulkóðun í öllum samskiptum milli netverslunar og viðskiptavinar.
Breytingar á skilmálum
Þú hefur aðgang að gildandi skilmálum á vef okkar. Netverslun ehf. áskilur sér rétt til að breyta ákvæðum skilmála einhliða. Komi til breytinga á skilmálum sem eru þér til óhagræðis munu þær verða kynntar með minnst 30 daga fyrirvara með skilaboðum í gegnum tölvupóst á skráð netfang. Þú samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til þín. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingar eru fólgnar og réttar þíns til að segja upp þjónustunni. Við lítum svo á að þú hafir samþykkt breytingar ef þú notar netverslun okkar eftir að nýir skilmálar hafa verið kynntir og teknir í gildi. Netverslun ehf. áskilur sér rétt til að hafa samskipti við þig og aðra notendur í gegnum tölvupóst á skráð netfang.
Gildistími
Skilmálar þessir eru gefnir út af Netverslun ehf. og gilda frá og með 1. janúar 2022 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.